Árlegur kirkjudagur í Akureyrar- kirkju á sunnudag

Árlegur kirkjudagur verður í Akureyrarkirkju sunnudaginn 16. nóvember. Þá verður mikið um dýrðir en dagskráin hefust með sunnudagaskóla í Safnaðarheimilinu kl. 11.00. Hátíðarmessa verður svo í kirkjunni kl. 14.00.  

Prestar hennar þjóna fyrir altari en dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor, prédikar. Kór Akureyrarkirkju og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Einsöngvarar eru þær Björg Þórhallsdóttir og Elvý Hreinsdóttir. Á þessum kirkjudegi er minnst 40 ára vígsluafmælis sr. Þórhalls heitins Höskuldssonar. Í tilefni þess verður kirkjunni afhent vegleg gjöf, veggteppi, sem Þóra Steinunn Gísladóttir, ekkja sr. Þórhalls, gerði. Teppið er saumað eftir ábreiðu frá Hólum í Hjaltadal. Hún er frá 17. öld og er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands. Teppið verður hengt upp í kapellu Akureyrarkirkju. Einnig verður stofnaður líknarsjóður í minningu sr. Þórhalls. Eftir messu verður kaffisala Kvenfélags Akureyrarkirkju í Safnaðarheimilinu og sala á lukkupökkum.

Nýjast