Árleg messa á Þönglabakka á Þorgeirsfirði
Messað verður á Þönglabakka í Þorgeirsfirði, sem er gamall kirkjustaður, sunnudaginn 24. júlí nk. kl. 14:00. Farið verður á
bílum að Tindriðastöðum í Hvalvatnsfirði og gengið yfir hálsinn og yfir í Þorgeirsfjörð. Þá verður einnig
hægt að fara sjóleiðina fyrir Gjögurtá gegn vægu gjaldi.
Bátur fer frá bryggjunni á Grenivík, áhugasamir setji sig í samband við Þorstein Friðriksson s.864-0032. Prestarnir Kristján Valur Ingólfsson og Bolli Pétur Bollason þjóna við messuna. Kórinn Fjörðurnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Á eftir veður messukaffi og eru allir velkomnir.