Árið hefur reynt verulega á þolrifin hjá íbúum Dalvíkurbyggðar

Íbúar í Dalvíkurbyggð eru farnir að kveikja á jólaseríum og lóðin við Ráðhúsið er fallega skreytt.
Íbúar í Dalvíkurbyggð eru farnir að kveikja á jólaseríum og lóðin við Ráðhúsið er fallega skreytt.

Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri í Dalvíkurbyggð segir mikið hafa gengið á í sveitarfélaginu á árinu sem senn er á enda. Óveður, kórónuveiran og jarðskjálftar hafa gert bæjarbúum lífið leitt. Dalvíkingar lentu illa í þriðju bylgju kórónuveirunnar en um tíma voru um 10% bæjarbúa sóttkví. Dalvíkurbyggð slapp nokkuð vel í fyrstu bylgjunni en í þriðju bylgjunni hafa 25 manns veikst í sveitarfélaginu. „Það má segja að frá óveðrinu í desember og fram til dagsins í dag hafi árið reynt verulega á þolrifin hjá íbúum. Ég finn það líka að óveðrið og ófærð síðasta vetrar situr ennþá í mörgum og einhverjir kvíða komandi vetri. En í öllum þeim áföllum sem hafa dunið yfir samfélagið á árinu hefur samstaða, samkennd og einhugur einkennt íbúa Dalvíkurbyggðar

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast