Arctic Open sett á morgun

18. hola Jaðarsvallar lítur vel út, segir á heimasíðu GA. Mynd/GA
18. hola Jaðarsvallar lítur vel út, segir á heimasíðu GA. Mynd/GA

Hið alþjóðlega golfmót Arctic Open 2017 fer fram dagana 21.-24. júní næstkomandi á Akureyri. Mótið verður sett á morgun miðvikudag og hefst keppni á fimmtudag. Mótið hefur verið árviss viðburður frá árinu 1986 og eru um 220 þáttakendur skráðir til leiks.

Kylfingar ertu ræstir  út klukkan13:00 og er leikið til miðnættis á fimmtudag og föstudag. Á laugardag er svo slegið til veislu eða lokahófs með mat, tónlist og skemmtiatriðum.

„Völlurinn er í stórgóðu ástandi og getum við fullyrt að hann er mánuði á undan því sem hann var í fyrra! Við erum því að bjóða kylfingum upp á völlinn eins og hann er vanalega í lok júlí/byrjun ágúst sem við erum gríðarlega ánægð með. Starfsmenn vallarins vinna nú hörðum höndum við það að hafa hann í sem besta standinu á fimmtudaginn kemur og trúum við því að kylfingar eigi eftir að skora völlinn vel,“ segir á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar.


Athugasemdir

Nýjast