Arctic Open byrjar í dag

Alþjóðlega golfmótið Arctic Open hefst í dag og eru 135 keppendur eru skráðir til leiks, 115 íslenskir og 20 erlendir. Mótið hefst kl. 13 á fimmtudag með opnunarhátið og síðan er “shotgun” ræsing af öllum teigum kl. 16 og aftur kl. 21.30. Sama fyrirkomulag er á föstudag og síðan er lokahóf á laugardagskvöld.

Rífandi stemmning og atvinnumenn frá Bandaríkjunum með á mótinu. Einn þeirra spilaði völlinn á einu höggi yfir pari í gær við erfiðar aðstæður. Mikil spenna ríkir um hvað atvinnumennirnir gera í mótinu og heimamenn staðráðnir í að veita þeim verðuga keppni. Veðurútlit gott og allir staðráðnir í að skapa hina ólýsanlegu Arctic stemmningu næstu daga.

Nýjast