Áramótabrenna og flugeldasýning við Réttarhvamm

Brennan verður á sínum stað í kvöld. Mynd/Tryggvi Unnsteinsson
Brennan verður á sínum stað í kvöld. Mynd/Tryggvi Unnsteinsson

Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður á sínum stað við Réttarhvamm í kvöld, Gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Það er björgunarsveitin Súlur sem stendur fyrir viðburðinum með styrk frá Norðurorku.

Á vef Akureyrarbæjar eru áramótagestir hvattir til að mæta með stjörnublys og hlífðargleraugu en ekki hafa meðferðis eigin flugelda. Bílastæði verða í nágrenni við brennuna en þeir sem búa nálægt svæðinu eru hvattir til að koma gangandi til að minka umferð um svæðið.

Einnig verða áramótabrennur í Hrísey og Grímsey.  Í Hrísey hefst brennan kl. 17.00 og í Grímsey kl. 20.30

Nýjast