Annar tapleikur KA í röð

KA tapaði sínum öðrum leik í röð í 1. deild karla í knattspyrnu er liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í kvöld. Lokatölur á Valbjarnarvelli urðu 1:0 sigur heimamanna. Hjörvar Hermannsson skoraði mark Þróttar í leiknum. KA hefur sjö stig í fimmta sæti deildarinnar eftir fimm leiki en Þróttarar komust í annað sætið með sigrinum með tíu stig. ÍA hefur 13 stig á toppnum eftir 6:0 stórsigur gegn BÍ/Bolungarvík á útivelli í kvöld.

Nýjast