Annar sigur KA í röð

KA heldur áfram að fjarlægast fallsæti en liðið vann sinn annan leik í röð í 1. deild karla í knattspyrnu með 2:1 sigri gegn Haukum á Ásvöllum í dag. KA komst í 2:0 með mörkum frá Elmari Dan Sigþórssyni og Davíði Rúnari Bjarnasyni en Hilmar Trausti Arnarsson minnkaði muninn fyrir Hauka á lokamínútunni. Með sigrinum er KA komið með 17 stig í áttunda sæti en Haukar eru í þriðja sæti með 24 stig og dýrmæt stig í súginn hjá þeim í dag í toppbaráttunni. 

Nýjast