Andri Snær til Akureyrar á ný

Andri Snær Stefánsson í leik með Akureyri.
Andri Snær Stefánsson í leik með Akureyri.

Hornamaðurinn Andri Snær Stefánsson er á leiðinni til Akureyrar í ný og mun leika með liðinu N1-deildinni í handknattleik það sem eftir er vetrar. Andri hefur leikið með Odder Handbold í Danmörku í eitt og hálft ár. Andri á 99 leiki að baki með liði Akureyrar en hann lék með liðinu í fjögur ár og var m.a. valinn besti leikmaður liðsins tímabilið 2006-2007 og 2007-2008.

Andri er væntanlegur norður um mánaðarmótin og ætti að ná fyrsta leik Akureyrar í deildinni eftir hlé í byrjun febrúar. Þetta kemur fram á vef Akureyrarliðsins.

Nýjast