Andri Hjörvar til liðs við Þór

Atli Jens Albertsson, Magnús Eggertsson, formaður leikmannaráðs karla hjá Þór, og Andri Hjörvar Albe…
Atli Jens Albertsson, Magnús Eggertsson, formaður leikmannaráðs karla hjá Þór, og Andri Hjörvar Albertsson. Mynd: thorsport.is

Knattspyrnulið Þórs hefur fengið varnarmanninn sterka Andra Hjörvar Albertsson til liðs við sig en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið á dögunum. Andri, sem er 31 árs, hefur leikið með liði Fjarðabyggðar undanfarin fjögur ár en lék þar áður með Grindavík. Hann er uppalinn Þórsari og lék síðast með liðinu sumarið 2003. Við sama tækifæri undirritaði varnamaðurinn Atli Jens Albertsson, yngri bróðir Andra, undir nýjan tveggja ára samning við Þór.

Nýjast