Andri Fannar Stefánsson, leikmaður KA, skoraði þriðja og síðasta mark U19 ára landsliðs karla í knattspyrnu er liðið mætti Skotum ytra í gær. Leiknum lauk með 3-1 sigri Íslands. Markið skoraði Andri úr vítaspyrnu á 86. mínútu leiksins.
Auk Andra Fannars skoruðu þeir Pape Mamadou Faye og Arnar Sveinn Guðbjörnsson mörk Íslands í leiknum. Andri Fannar og Haukur Heiðar Hauksson (KA) voru báðir í byrjunarliði Íslands ásamt Gísla Páli Helgasyni leikmanni Þórs.