Andrés úr leik

Andrés Vilhjálmsson miðvallarleikmaður KA er úr leik það sem eftir er tímabilsins. Andrés meiddist á hné í deildarleik á dögunum gegn Selfossi en þetta kemur fram á fotbolti.net. Guðmundur Óli Steingrímsson er einnig frá í 2-3 vikur vegna meiðsla.

Jákvæðu fréttirnar fyrir KA-menn eru að miðjumaðurinn Srdjan "Tufa" Tufegdzic er að ná sér af erfiðum meiðslum og ætti að vera klár í slaginn fljótlega.

Nýjast