Andanefjur á Pollinum á Akureyri

Tvær andanefjur hafa verið að sýna sig á Pollinum á Akureyri í dag og hefur fjöldi fólks verið að fylgjast með þessari sjaldséðu hvalategund.  

Þær hafa gert sig sýnilegar um stund, svo horfið um tíma en birst svo aftur. Talið er andanefjurnar hafi villst inn á Pollinn en þær hafa verið að sýna sig alveg suður undir Leiruveg. Töldu menn allt eins líklegt að aðstoða þyrfti þær við að komast á haf út aftur.

Nýjast