Ammoníaksleki hjá ÚA

Slökkvilið Akureyrar var kallað út um kl 20:40 í kvöld vegna ammóníaksleka í húsakynnum ÚA. Höfðu menn verið að vinna við hreinsunarstörf inni í húsinu þegar leiðsla eða þétting á leiðslu gaf sig og ammonínak byrjaði að leka út.  Fyrirframákveðið viðbúnaðarkerfi fór í gang og kom slökkviliðið á staðinn með mannskap sem ver sérstaklega búinn til að bregðast við mengunarslysum til að tryggja að enginn væri í húsinu og komast fyrir lekann. Það gekk að óskum að sögn lögreglu og hefur lekinn verið stöðvarður og er unnið við að hreinsa út mengunin sem hverfur nú smá saman. Engan sakaði vegna lekans.

Nýjast