Alvarlegum málum fjölgar hjá Barnavernd

Tilkynningar til Barnaverndar á Akureyri fara að öllum líkindum yfir 500 á árinu og stefnir í 45% aukningu á fjórum árum. Eins og Vikudagur fjallaði um fyrr á þessu ári var mikil aukning í fyrra á tilkynningum til barnaverndar. Samhliða þessari þróun hefur alvarlegum málum farið fjölgandi. Þetta kemur m.a. fram í fjölda fósturmála; nú eru 15 börn í varanlegu fóstri á vegum barnaverndar og 13 börn hafa verið í tímabundnu fóstri eða annarri vistun á árinu. Í minnisblaði frá forstöðumanni Barnaverndar á Akureyri segir að þetta aukna álag, ásamt auknum umsvifum í öðrum verkefnum sem barnavernd eru falin, hljóti að hafa áhrif á störf þeirra og þjónustu við notendur. Nánar er fjallað um þetta mál í nýjasta tölublaði Vikudags.