Alþjóðlegur dagur hundsins haldin hátíðlegur á Akureyri
Alþjóðlegur dagur hundsins er í dag föstudaginn 26. ágúst og verður dagurinn verður haldinn hátíðlegur á Akureyri sem og víða annarsstaðar.
Klukkan. 17:00 munu félagar í Félagi hundaeiganda á Akureyri og aðrir hundaeigendur hittast á bílaplaninu fyrir neðan Leikhúsið og ganga saman að Ráðhústorgi. Þar geta hundarnir farið í hlýðniæfingar og þrautir eða skellt sér í klóaklippingu.
„Allir voffar sem mæta á svæðið fá nammiglaðning. Félag hundaeigenda á Akureyri varð 5 ára í apríl og ætlum við að halda upp á afmælið okkar á þessum degi. Allir velkomnir, með eða án hunda,“ segir í tilkynningu frá félaginu.