Alþjóðlegur banki opnar útibú á Akureyri

Fregnir hafa borist um að alþjóðlegi bankinn Valhalla Bank muni opna útibú í Glerártorgi á Akureyri. Lítið er vitað um bankann og tilkomu hans á íslenskan bankamarkað annað en að fyrsta útibúið mun opna þann 2. apríl nk. á Glerártorgi. Bankastjóri Valhalla Bank er Rolf Hannen og hefur hann sést undanfarið í bænum.  

Rolf sótti meðal annars opnun sýningar í Listasafni Akureyrar um helgina. Bankinn mun þó vera danskur að uppruna en hefur starfað í alþjóðlegu bankaumhverfi alllengi. Um stærð hans er lítið vitað en í ljósi þess hversu óþekktur hann er ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að hann sé í smærri kantinum. Kjörorð hans er "We invest in you" og er það líklegast kærkomin tilbreyting frá stefnu þeirra banka sem fyrir eru á íslenskum bankamarkaði, sem höfðu það markmið að rýja okkur inn að skinni, eins og segir í fréttatilkynningu.

Nýjast