Alþjóðlegt eldhús á Amtsbókasafni

Monika og Nikola frá Tékklandi voru mætt á Amtsbókasafnið með tékkneska rétti. Myndir frá Amtbókasaf…
Monika og Nikola frá Tékklandi voru mætt á Amtsbókasafnið með tékkneska rétti. Myndir frá Amtbókasafninu.

mth@vikubladid.is

„Gestum fannst afar spennandi að bragða á alls konar mat frá ýmsum löndum. Það voru allir ánægðir með daginn, bæði gestir og þátttakendur,“ segir Aija Burdikova sem hafði umsjón með viðburðinum Alþjóðlegt eldhús sem efnt var til nýverið á Amtsbókasafninu á Akureyri.

Innflytjendaráð Akureyrar og nágrennis stóð fyrir viðburðinum. Markmið viðburðarins var að kynna mismunandi matarmenningu og efla tengsl milli allra íbúa bæjarins, auka skilning á milli ólíkra hópa með mismunandi hefðir.  Þetta var í sjötta skiptið sem að Alþjóðlega eldhúsið var haldið á Akureyri.

Að þessu sinni var boðið upp á að smakka mat frá alls tólf löndum, Brasilíu, Filipseyjum, Króatíu, Póllandi, Tékklandi, Rússlandi, Slóvakíu, Sýrlandi, Úkraínu, Ungverjalandi, Þýskalandi og Hong Kong.

Aija segir að viðburðurinn hafi verið vel sóttur, um 750 manns litu við á safninu og smökkuðu á réttum sem í boði voru.

Amt matar

Lilian og Ceniza frá Filippseyjum kynntu og buðu upp á smakk á hefðbundum mat frá heimalandinu.

Amt matarhátí

 Magdalena frá Króatíu bauð upp á rétti frá sínu heimalandi.

Athugasemdir

Nýjast