Alþjóðadagur sykursjúkra er 14. nóvember ár hvert

Lionsklúbbarnir og Samtök sykursjúkra á Norðurlandi standa fyrir blóðsykursmælingum á Glerártorgi la…
Lionsklúbbarnir og Samtök sykursjúkra á Norðurlandi standa fyrir blóðsykursmælingum á Glerártorgi laugardaginn 19. nóvember frá kl. 13-15.

Af því tilefni standa Lionsklúbbarnir og Samtök sykursjúkra á Norðurlandi að blóðsykursmælingum á Glerártorgi laugardaginn 19. nóvember frá kl. 13-15.

Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri. Ástæðan fyrir þessum mælingum á Glerártorgi er vitundarvakning um sjúkdóminn.Fólki með sykursýki hefur fjölgað mikið undanfarna áratugi. Mikill heilsufarsvandi tengist sykursýki, einkum vegna aukinnar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Sjúkdómurinn er lúmskur og getur fólk gengið með sjúkdóminn lengi án þess að gera sér grein fyrir því. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn snemma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur skilgreint sykursýki 2 sem einn af fjórum langvinnum lífsstílstengdum sjúkdómum sem skuli vera í forgangi að kljást við hjá þjóðum heims.


Athugasemdir

Nýjast