Alltaf gott að komast heim í matinn til mömmu

Hólmfríður Lilja Birgisdóttir
Hólmfríður Lilja Birgisdóttir

Það er vissulega mikil vinna að stýra stóru nemendafélagi en Hólmfríður Lilja gerir ekki mikið úr því, þrátt fyrir að vera í fullu námi og vinna þar að auki á kvöldin og um helgar í söluskála N1. „Ætli ég hafi bara ekki ánægju af því að pína sjálfa mig,“ segir hún og hlær. „Jú, auðvitað er þetta mikil vinna, en mitt hlutverk er að fá upplýsingarnar og miðla þeim áfram til félaga minna í stjórn nemendafélagsins. Við erum öll saman í  þessu, öðruvísi væri þetta ekki hægt,“ segir  Hólmfríður Lilja Birgisdóttir, formaður Þórdunu, nemendafélag Verkmenntaskólans Akureyri.

 „Bróðir minn fer heim um hverja helgi en ég er oft að vinna um helgar og því fer ég heim aðra eða þriðju hverja helgi. Það er alltaf gott að komast heim í matinn til mömmu,“ segir Hólmfríður Lilja Birgisdóttir.

 

Ítarlega er rætt við hana í prentútgáfu Vikudags

Nýjast