Allt skólahald fellur niður á Akureyri í dag

Ekkert skólahald verður á Akureyri og nágrenni í dag.
Ekkert skólahald verður á Akureyri og nágrenni í dag.

Í samráði við lögreglu hefur verið ákveðið að allt skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrar falli niður í dag, föstudaginn 24. nóvember. Á vef Akureyrarbæjar segir að vakt og viðvera sé í öllum leik- og grunnskólum til að taka á móti þeim börnum sem þangað kynnu að koma.

Mikið hvassviðri og ofankoma er nú á Akureyri og þæfingsfærð víða í bænum.

Einnig fellur niður skólastarf í Þelamerkurskóla og Krummakot og Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.

Nýjast