Allt að 15 stiga hiti á Norðausturlandi
Veðurstofan gerir ráð fyrir því að hiti norðaustanlands geti náð allt að 15 stigum í dag.
Í morgunskeyti Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við sunnanátt á landinu í dag, vætusamt verði sunnan-og vestanlands en úrkomuminna um landið norðaustanvert.
Í kvöld fer síðan að hvessa og það gæti orðið stormur í nótt og talsverð rigning bæði sunnan-og vestanlands. Hægara og rigning með köflum á Norðurausturlandi og það verður milt í veðri - hitinn gæti náð allt að 15 stigum norðaustanlands.
Minnkandi suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri er í kortunum fyrir morgundaginn. Fyrst suðvestantil á landinu en norðaustanlands léttir smám saman til.