Skrifað var undir nýjan vaxtarsamning um síðustu áramót og er nýi samningurinn með breyttu sniði. Að sögn Hjalta Páls Þórarinssonar verkefnastjóra hjá AFE felst aðal breytingin í því að áður fyrr voru 10 aðilar sem stóðu að samningnum og gerðu samning sín á milli og lögðu allir inn misjafnlega mikið af fjármagni og vinnuframlagi inn í samningin. Aðal hugmyndafræðina með nýja samningnum segir Hjalti vera þá að fyrirtæki starfi saman þó þau séu í samkeppni, að fyrirtæki í sömu grein starfi saman að einhverjum sameiginlegum hagsmunamálum sam allir hagnist á, þrátt fyrir að vera í samkeppni á almennum markaði. Í rannsóknar- og þróunarvinnu verður sérstök áhersla lögð á verkefni sem efla tengsl háskóla og atvinnulífs. Margar góðar umsóknir komu að þessu sinni og var ákveðið að úthluta 6,5 milljónum til 6 verkefna. Verkefnin sem fengu úthlutun að þessu sinni eru:
Mannvit ehf. hlýtur 2 milljónir króna í verkefnið; framleiðsla lífeldsneytis á Akureyri
Afkimi ehf. hlýtur eina milljón króna í verkefnið; Skandinavísk útrás Kimi Records
Artex ehf. hlýtur eina milljón króna í verkefnið; SAMEIKI (markaðsátak ferðaþjónustu á Árskógströnd).
Rannsóknarmiðstöð ferðamála hlýtur eina milljón króna í verkefnið; Samræmd uppbygging ferðaþjónustu í Eyjafirði
Útrás ehf. hlýtur eina milljón króna fyrir verkefnið; umhverfisvæn orka
Hollvinir Húna II hljóta 500 þúsund krónur í verkefnið; Eyjafjörðurinn fagri.