Alls 26 kaupsamningum þinglýst í síðasta mánuði

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Akureyri í september 2009 var 26.  Þar af voru 10 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um eignir í sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 520 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20 milljónir króna.  

Þá var fjórum kaupsamningum þinglýst á Akureyri tímabilið 2. október til og með 8. október sl. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 51 milljón króna og meðalupphæð á samning 12,8 milljónir króna. Fasteignaskrá Íslands hefur jafnframt tekið saman upplýsingar um fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum í september 2009. Þar kemur fram að á Norðurlandi var fjöldi þinglýstra leigusamninga í síðasta mánuði 280, eða átta fleiri en í sama mánuði í fyrra. Í ágúst sl. var fjöldi þinglýstra leigusamninga 136 og nemur fjölgunin milli ágúst og september sl. tæpum 106%.

Nýjast