Alls 22 milljónir króna færðar á milli ára
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, Oddur Helgi Halldórsson formaður bæjarráðs, afhentu deildarstjórum skóladeildar og fjölskyldu- og búsetudeildar fjármunina formlega í morgun, samtals 22 milljónir króna, sem verða færðar yfir á núverandi fjárhagsár. Við það tækifæri sagði Eiríkur Björn að þótt aðeins væri um að ræða lítið brot af heildarrekstrarútgjöldum þessara málaflokka þá væri færsla þeirra á milli ára hvort tveggja í senn, hvatning til starfsfólks bæjarins um að gera enn betur og um leið þakklætisvottur fyrir vel unnin störf.
Í 7. kafla um fjárhagsáætlunarferli Akureyrarbæjar er fjallað um færslu fjárveitinga á milli ára. Þar segir að ef rekstrarútgjöld stofnunar séu innan fjárhagsáætlunar geti forstöðumaður óskað eftir því við bæjarráð að rekstrarafgangur ársins af óbundnum liðum verði fluttur á milli ára. Þetta er þó háð því skilyrði að viðkomandi fagnefnd og embættismaður hafi staðfest að þjónustu hafi verið sinnt í samræmi við starfsáætlun og að rekstrarafgangur sé vegna hagræðingar, sparnaðar eða flutnings verkefna á milli fjárhagsára.