Allir krakkarnir frá Óðni stóðu sig vel og voru undantekningalaust að bæta tíma sína. Vilhelm Hafþórsson náði lámarki í æfingahóp ungmennalandsliðs Íþróttasambands fatlaðra í 50 m skriðsundi, þar sem hann synti á 32, 14 sek. Kristín Jónsdóttir náði einnig frábærum árangri þegar hún synti 50 m baksund á tímanum 1 mín og 17,05 sek.
Óhætt er að segja að sundmót þetta sé ávallt vel lukkað og verður þess ávallt minnst um alla tíð af þeim sem taka þátt. Byrjendur fá að synda með hjálpartæki og með þjálfara sinn við hlið sér í lauginni og er það lífsreynsla sem þeir gleyma aldrei. Hjá þeim sem lengra eru komnir er keppnisskapið að sjálfsögðu fyrir hendi og skilar það sér í bætingu hjá nánast hverjum keppenda. Þegar öllu eru á botnin hvolft má hins vegar alltaf segja að allir vinni á þessu móti, enda fengu allir verðlaun að því loknu.