Algjört lykilatriði að vera vel hvíldur og nærður

Heiðar Hrafn var valinn íþróttamaður Völsungs 2019
Heiðar Hrafn var valinn íþróttamaður Völsungs 2019

Tjörnesingurinn Heiðar Hrafn Halldórsson hefur verið áberandi í hlaupasenu Húsavíkur um all nokkurt skeið en hann er ein af aðalsprautunum í Hlaupahópnum Skokka þar í bæ en hann byrjaði að æfa hlaup árið 2009. Hann hefur líka farið fyrir almenningsíþróttadeild Völsungs og haldið fjölda fyrirlestra um hlaup og heilbrigðan lífsstíl. Þá var hann valinn íþróttamaður Völsungs árið 2019. Almenningsíþróttir hafa spilað lykilhlutverk við að bæta geðheilsu bæjarbúa í Covid-19 faraldrinum og því við hæfi að Heiðar Hrafn sé íþróttamaður Vikunnar. Heiðar Hrafn segir að hlauðasportið hafi óvart orðið fyrir valinu. „Fann mig aldrei til fullnustu í hópíþróttum á unglingsaldri og þurfti svo í kjölfarið eitthvað nýtt inn í líf mitt til þess að halda grunnþreki. Kunni strax vel hlaupasportið þar sem árangur og ástundun er algjörlega undir manni sjálfum komið. Útiveran gaf ósvikna vellíðan og maður fór að upplifa umhverfið í kringum sig á annan hátt.“

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast