Aldrei meiri umferð í júlí milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsveitar

Flestir kjósa að fara í gegnum Vaðlaheiðargöng.
Flestir kjósa að fara í gegnum Vaðlaheiðargöng.

Umferð í júlímánuði milli Eyjarfjarðar og Þingeyjarsveitar hefur aldrei verið meiri en í ár. Alls voru farnar yfir 127 þúsund ferðir í heild sem jafngildir um 4.100 ferðir á dag í júlímánuði þetta er um 11% fleiri ferðir en í júlí 2019.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga. Mikill meirahluti fer ferða sinna í gegnum Vaðlaheiðargöngin fremur en Víkuskarðið, en hlutfall ferða í gegnum Vaðlaheiðargöngin í ár eru 74% en var 69% í júlí 2019.

Mynd: Vaðlaheiðargöng.


Nýjast