Aldraðir „hjóla“ áfram um götur Akureyrar

„Þetta er mjög áhugahvetjandi fyrir íbúa til að hreyfa sig, sérstaklega þá sem geta lítið hreyft sig…
„Þetta er mjög áhugahvetjandi fyrir íbúa til að hreyfa sig, sérstaklega þá sem geta lítið hreyft sig og farið út og eins til að koma saman, skoða skemmtilegar hjólaleiðir og spjalla,“ segir um Motiview-hjólaverkefnið, sem vakið hefur mikla lukku á Hlíð.

Öldrunarheimili Akureyrar hefur gengið frá samstarfssamningi til tveggja ára vegna tilraunaverkefnisins með Motiview-hjólaverkefnið.
Eins og Vikudagur fjallaði um fyrir um ári síðan tók Hlíð þátt í tilraunarverkefninu í samstarfi við fyrirtækið Motitech í Noregi. Um var að ræða hjólaverkefni þar sem íbúar hjóla þrisvar sinnum í viku í tvo mánuði fyrir framan stóran sjónvarpsskjá, horfa á myndbönd frá Akureyri og
hlusta á skemmtilega tónlist á meðan. 

Búið var að taka upp þrjá hjólatúra á Akureyri en einnig var hægt að velja myndbönd frá Reykjavík, Noregi, Danmörku og víðar. Íbúarnir gátu því
farið í ýmis ferðalög á meðan hjólað var. Nú er búið að bæta um betur og taka upp fjögur myndbönd frá Akureyri og fjögur frá Reykjavík, en ef vel gengur að koma þessu á markað er stefnt á að taka upp víðar á landinu.

Nánar er fjallað um málið í Vikudegi.

Nýjast