Öldrunarheimili Akureyrar hefur gengið frá samstarfssamningi til tveggja ára vegna tilraunaverkefnisins með Motiview-hjólaverkefnið.
Eins og Vikudagur fjallaði um fyrir um ári síðan tók Hlíð þátt í tilraunarverkefninu í samstarfi við fyrirtækið Motitech í Noregi. Um var að ræða hjólaverkefni þar sem íbúar hjóla þrisvar sinnum í viku í tvo mánuði fyrir framan stóran sjónvarpsskjá, horfa á myndbönd frá Akureyri og
hlusta á skemmtilega tónlist á meðan.
Búið var að taka upp þrjá hjólatúra á Akureyri en einnig var hægt að velja myndbönd frá Reykjavík, Noregi, Danmörku og víðar. Íbúarnir gátu því
farið í ýmis ferðalög á meðan hjólað var. Nú er búið að bæta um betur og taka upp fjögur myndbönd frá Akureyri og fjögur frá Reykjavík, en ef vel gengur að koma þessu á markað er stefnt á að taka upp víðar á landinu.
Nánar er fjallað um málið í Vikudegi.