Álbruni á Akureyri
Slökkvilið Akureyrar var kallað að athafnasvæði Eimskipa í gær þar sem hvítan reyk lagði frá gámi á svæðinu. Vísir sagði frá þessu.
Í gámnum var afskurður úr áli en raki virðist hafa komist í hann Það hafi hrint af stað efnafræðilegri keðjuverkun með þeim afleiðingum að álið tók að brenna. Við það steig upp hvítur reykur.
Venjulegt vatn vinnur ekki á slíkum bruna og því var reynt að drepa í með froðu. Þegar þ´r tilraunir báru ekki árangur var tekin ákvörðun um að flytja álið af svæðinu.