13. ágúst, 2009 - 13:15
Fréttir
Ekki er ennþá búið að taka ákvörðun um það hvort hraðahindranirnar tvær sem settar voru upp í gilinu á Akureyri í
sumar munu verða þar áfram. Helgi Már Pálsson, deildarstjóri hjá Akureyrarbæ, segir þá vera að bíða eftir
síðustu vikunni í ágúst þegar mesti ferðamannastraumurinn er búinn og eðlileg umferð kominn á.
„Þá gerum við mælingar í gilinu, Oddeyrargötu og Eyrarlandsveginum til þess að átta
okkur á flæðinu. Svo fjarlægjum við hraðahindranirnar eftir að við erum búnir að mæla, bíðum í hálfan mánuð
og gerum samskonar mælingar aftur til þess að athuga hvort einhver breyting sé á umferðinni. Við munum svo vinna úr þeim niðurstöðum og
senda það svo áfram til skipulagsnefndar sem tekur ákvörðun, svo kemur það í ljós seint í haust hvort það verði varanleg
hraðahindrun í gilinu eða ekki,” Helgi Már