26. ágúst, 2011 - 12:26
Fréttir
Á fundi skipulagsnefndar í vikunni var lagður fram undirskriftarlisti með nöfnum 339 íbúa á Akureyri, þar sem fyrirhugaðri stækkun
Vínbúðarinnar við Hólabraut er mótmælt. Einnig var á fundinum lagt fram afrit af kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingarmála, ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun um deiliskipulagsbreytingu fyrir Hólabraut - Laxagötu, Akureyri.
Úrskurðarnefndin óskar eftir að henni verði send gögn er varða málið innan 30 daga frá dagsetningu bréfsins. Bæjarlögmanni,
í samráði við skipulagsstjóra, var falið að senda umbeðin gögn ásamt greinargerð innan tilskilins frests.