Hann segir að vinningurinn muni koma að góðum notum við að gera upp gamalt hús sem hann á en einnig ætlar hann að leyfa börnunum sínum að njóta góðs af honum. Eins og nafnið á skafmiðanum gefur til kynna eru hæstu vinningarnir 7, 9 og 13 milljónir. Enn eru því eftir tveir risavinningar í þessum vinsæla leik Happaþrennunnar, og ber vel í veiði því langt er gengið á miðaupplagið og viðbúið að fljótlega verði einhverjir tveir 7 og 13 milljónum króna ríkari, segir í fréttatilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands.