Akureyringur datt í lukkupottinn

Ung­ur Ak­ur­eyr­ing­ur, þriggja barna faðir, var svo hepp­inn að vinna hinn al­ís­lenska bónus­vinn­ing í Vík­ingalottó­inu síðasta miðviku­dag. Stærð Vík­ingalottópotts­ins heillaði svo hann ákvað að kippa með sér ein­um miða um leið og hann keypti bens­ín á bíl­inn hjá Olís. Á miðviku­dags­kvöldið sá hann svo á net­inu að bónus­vinn­ing­ur­inn var seld­ur á Ak­ur­eyri og lét renna miðanum í gegn­um sölu­kassa dag­inn eft­ir og kom þá í ljós að hann var hinn heppni vinn­ings­hafi. Af­greiðslu­stúlk­an varð að hans sögn hvít í fram­an þegar hún til­kynnti hon­um upp­hæðina, rúm­lega 7,7 millj­ón­ir króna, og hún hafi eig­in­lega verið í meira sjokki en hann. Vinn­ings­haf­inn ætl­ar nota vinn­ing­inn til að greiða niður skuld­ir og í aðra al­menna skyn­semi, seg­ir í til­kynn­ingu frá Íslenskri get­spá.

Nýjast