Akureyringum hefur fjölgað um 74 á árinu

Íbúar Akureyrar voru 18.040 þann 1. september, en um áramótin voru íbúarnir 17.966. Þeim hefur því fjölgað um 74 á árinu.

Samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár er ráðgert að íbúarnir verði þann 1. desember 18.269. Áætlað er að íbúum fjölgi um 200 manns á ári á næstu árum og verði í lok ársins 2016 samtals 18.869.

 

karleskil@vikudagur.is

 

Nýjast