Akureyringar mættu Haukum í Olísdeild karla í handbolta klukkan 16 í dag í Hafnarfirði, leiknum var að ljúka með öruggum sigri Hauka 29:19. Akureyringar sáu aldrei til sólar í leiknum og sigur Haukamanna afar verðskuldaður.
Markahæstur í liði Akureyringa var Kristján Orri Jóhannsson með sex mörk.
Næsti leikur Akureyringa er í KA heimilinu gegn Fram 17. desember nk.