Íbúafjöldinn á Akureyri náði 19 þúsundum þann 20. júlí sl. Eru bæjarbúar í dag alls 19.041. Samkvæmt Þjóðskrá voru íbúar bæjarins þann 1. janúar sl. 18.927 og því hefur fjölgað um 114 íbúa á þessu ári.
HREYFUM OKKUR TIL GÓÐS!
Hjaltastaðir efnir til viðburðar þar sem nokkrir velunnarar Hjaltastaða mun koma fram og sameina okkur í skemmtilegri hreyfingu.Einnig mun móðir Hjalta segja nokkur orð og leiða okkur í hugleiðslu og slökun.
Það er of oft við mannfólkið sem erum veikasti hlekkurinn í svikatilraunum. Við föllum fyrir fagurgala eða vel útfærðum netsvindlum. Þá er það oft heilbrigð tortryggni og gagnrýnin hugsun sem getur komið í veg fyrir það að við sitjum uppi með sárt ennið. Þetta getur verið svikasíður sem eru vandlega útbúnar sem síður þekkta fyrirtækja eða einstaklingar í vanda leita eftir fjárstuðningi, annað hvort fyrir sig, veika ættingja eða segjast vera frá stríðshrjáðum svæðum.
Bæjarráð Akureyrar fagnar því að þingsályktunartillaga um borgarstefnu hafi verið samþykkt og leggur áherslu á að sveitarfélagið sé reiðubúið að taka virkan þátt í vinnu við gerð aðgerðaáætlunar. Akureyri er nú skilgreind sem svæðisborg eftir samþykkt á Alþingi. Með borgarstefnu er stuðlað að þróun og eflingu tveggja borgarsvæða á Íslandi.
Hörgársveit hefur auglýst tvær lóðir við Lónsveg lausar til umsóknar. Lóðirnar eru númer 1 og 3 og er sú fyrri undir atvinnustarfsemi en sú númer 3 fyrir fjölbýlishús.
Í dag, 1.nóvember, eru liðin tvö ár síðan byrjað var að rukka varaflugvallagjald á nýjan leik. Gamla varaflugvallagjaldið var lagt af í maí 2011 og hafði það slæmar afleiðingar á flugvallakerfi landsins. Niðurlagning þess var mikið óheillaskref og varúðarorð þeirra sem best þekktu til voru að engu höfð. Tekjustofn til nýframkvæmda og viðhalds á flugvöllum landsins hrundi á sama tíma og millilandaflug til og frá Íslandi margfaldaðist.
Tíu manna sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefur ferðast um Skandinavíu með það að markmiði að laða íslenska lækna aftur heim. Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, var fulltrúi SAk í ferðinni.
Á vef Visis í dag er að finna frétt um niðurtöðu Landsréttar i máli hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle giants á Húsavík gegn Hafnarsjóði Norðurþings um lögmæti farþegagjalds sem hafnasjóðurinn innheimtir.