Akureyringar orðnir 17.500

Hinn 18. október sl. fæddist á Akureyri myndarlegur drengur sem telst vera 17.500. Akureyringurinn. Foreldrar hans eru Brynhildur Guðmundsdóttir og Brynjar Örn Þorleifsson og bróðir nýfædda drengsins heitir Róbert Örn, fjögurra ára. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, heimsótti fjölskylduna í dag og færði foreldrunum blómvönd og Dagbók barnsins.  

Brynhildur og Brynjar fluttu til Akureyrar frá Reykjavík árið 2005 til að stunda nám við Verkmenntaskólann og Háskólann. Þau láta mjög vel af bæjarlífinu, hæla meðal annars skólunum og fæðingardeildinni á FSA á hvert reipi og segjast una hag sínum afar vel á Akureyri. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast