Akureyringar og gestir njóta fjölbreytrar dagskrár á Einni með öllu
Akureyringar og fjölmargir gestir bæjarins njóta fjölbreyttrar dagskrár á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu, sem hófst sl.
fimmtudag og stendur alla helgina. Skemmtidagskrá var á Ráðhústorgi í dag, þar sem Páll Óskar Hjálmtýsson var á
meðal skemmtikrafta. Eftir að dagskrá lauk á torginu, settist Páll Óskar við að árita plaköt og brosa framan í myndavélina
með unga fólkinu. Löng röð myndaði en Palli gaf sér góðan tíma til að sinna hinum ungu aðdáendum sínum.
Í kvöld verður skemmtidagskrá á Ráðhústorgi með fjölbreytttri dagskrá og á veitingahúsum bæjarins verður mikið fjör í kjölfarið og fram á morgun og á morgun sunnudag heldur dagskráin svo áfram.