Lið Akureyrar Handboltafélags í 2. flokki karla hefur leikið afar vel 1. deildinni í vetur og situr í öðru sæti deildarinnar með sextán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Norðanmenn hafa unnið ellefu leiki á tímabilinu en aðeins tapað þremur. Framundan er toppslagur er Akureyri tekur á móti Val í Síðuskóla kl. 15:30 í dag, laugardag. Okkur hefur gengið svakalega vel í vetur og við hvetjum fólk til þess að mæta og styðja okkur í leiknum í dag. Þetta verður svaka leikur, segir Jóhann Gunnar Jóhannsson þjálfari Akureyringa. Þá mun b-lið Vals leika gegn b-lið Akureyrar í 2. deildinni en þar er Akureyri einnig í toppbaráttu. Sá leikur hefst kl. 17:00 á sama stað.
Mikil gróska virðist vera í handboltanum á Akureyri í yngri flokkunum, þá sérstaklega í 2. flokki, en liðið heldur úti tveimur liðum og stefnir í að þrjú lið verði í flokknum næsta tímabil. Ég er yfirleitt með 33 til 34 leikmenn á æfingum og það stefnir í að fleiri þátttakendur verði næsta vetur. Við munum bregðast við því en hvernig er ekki ljóst. Þetta er afar jákvætt fyrir handboltann á Akureyri, segir Jóhann Gunnar.