Í kvennalandsliðið voru þær Íris Guðmundsdóttir, Katrín Kristjánsdóttir og María Guðmundsdóttir valdar frá SKA. Í eldri unglingahópnum voru þau Tinna Dagbjartsdóttir og Gunnar Þór Halldórsson valin frá SKA og í yngri unglingahópnum var Hjörleifur Einarsson frá Dalvík valinn og frá SKA þau Karen Sigurbjörnsdóttir og Róbert Ingi Tómasson. Þá voru þeir Andri Steindórsson og Brynjar Leó Kristinsson frá SKA valdir í A- landsliðið í skíðagöngu.