Akureyringar fjölmennir í landsliðshópunum á skíðum

Valið hefur verið í landsliðshópa SKÍ fyrir veturinn 2009-2010. Valið var í karla- og kvennalið, tvo unglingahópa í alpagreinum og í A- landslið í skíðagöngu. Skíðafélag Akureyrar (SKA) á fjölmarga fulltrúa í landsliðshópunum. Í karlalandsliðið voru valdir þeir Björgvin Björgvinsson frá Dalvík og Sigurgeir Halldórsson SKA.  

Í kvennalandsliðið voru þær Íris Guðmundsdóttir, Katrín Kristjánsdóttir og María Guðmundsdóttir valdar frá SKA. Í eldri unglingahópnum voru þau Tinna Dagbjartsdóttir og Gunnar Þór Halldórsson valin frá SKA og í  yngri unglingahópnum var Hjörleifur Einarsson frá Dalvík valinn og frá SKA þau Karen Sigurbjörnsdóttir og Róbert Ingi Tómasson. Þá voru þeir Andri Steindórsson og Brynjar Leó Kristinsson frá SKA valdir í A- landsliðið í skíðagöngu.   

Nýjast