22. ágúst, 2009 - 20:19
Fréttir
Bæjarbúar sýndu því mikinn áhuga á því að rækta "garðinn sinn" í sumar. Akureyrarbær auglýsti sl. vetur
matjurtagarða til leigu, þar sem bæjarbúar gætu ræktað sitt eigið grænmeti og kartöflur. Boðið var upp á um 100 garða, af
tveimur stærðum til leigu við gömlu Gróðrarstöðina á Krókeyri og fengu færri en vildu. Bæjarbúar eru nú farnir að
huga að uppskeru sinni, sem virðist almennt nokkuð góð.
Það var Jóhann Thorarensen garðyrkjumaður hjá Akureyrarbæ sem átti hugmyndina að því að bjóða bæjarbúum
upp á matjurtagarða til leigu. Innifalið í verðinu voru matjurtir, fræ og kartöfluútstæði, auk þess sem fólk átti þess
kost að fá leiðbeiningar og ráðgjöf.