Akureyringar fagna opnun fiskbúðar

„Viðtökurnar hafa verið hreint stórkostlegar og við finnum eingöngu fyrir ánægju og jákvæðni frá fólki,“ segir Aðalsteinn Pálsson hjá FISK kompaní á Akureyri.

Verslunin var opnuð í byrjun síðustu viku í húsnæði Bónus í Naustahverfi en engin sérhæfð fiskbúð hefur verið starfrækt í bænum í nokkurn tíma. „Okkur fannst vanta fiskbúð á markaðinn á Akureyri og miðað við viðbrögð fólks fyrstu dagana var það rétt hjá okkur. Það hefur verið mikið að gera,“ segir Aðalsteinn.

Nýjast