Á laugardagskvöldið var tilkynnt um stofnun nýs kvennalandsliðs Íslands á skíðum. Fimm stúlkur eru í landsliðinu og koma þær allar frá Akureyri.
Þá hafa Skíðasamband Íslands og N1 hafa gert með sér styrktarsamning sem felur í sér að N1 verður bakhjarl kvennalandsliðsins.
Í samningnum felst að N1 mun styðja SKÍ í uppbyggingu öflugs kvennaliðs til framtíðar. Stúlkurnar fimm sem valdar voru í landsliðiðið eru þær Íris Guðmundsdóttir, Katrín Kristjánsdóttir, Halla Sif Guðmundsdóttir, Tinna Dagbjartsdóttir og María Guðmundsdóttir allar úr SKA. Hið nýstofnaða landslið hefur það markmiði að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleiknana sem fram fara í Vancouver í Kanada árið 2010.
Að auki verður fleiri stúlkum boðið að taka þátt í völdum verkefnum með það að markmiði að byggja upp hóp til framtíðar sérstaklega með Ólympíuleikana 2014 í huga.
Í fréttatilkynningu frá SKÍ segir m.a. „Langtímamarkmið SKÍ er að byggja upp til framtíðar m.a. með Ólympíuleikana í Rússlandi 2014 í huga. Stuðningur styrktaraðila er lykilatriði í þessari uppbyggingu. Í núverandi efnahagsástandi er því sérstaklega ánægjulegt að félag eins og N1 sýni í verki stuðning sinn við SKÍ."