Akureyri verði þungamiðja öflugs menningarstarfs á landsbyggðinni

Á síðsta fundi stjórnar Akureyrarstofu var farið að nýju yfir drög að samningi milli Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Akureyrarbæjar 2012-2014. Markmið samningsins er að styðja við uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem meginstoðar sígildrar tónlistar utan höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt að stuðla að því að Akureyri verði þungamiðja öflugs menningarstarfs á landsbyggðinni með möguleikum til aukinnar atvinnumennsku á listasviði. Áfram verður lögð áhersla á skapandi starf með börnum á starfssvæði hljómsveitarinnar með það að markmiði að þeim fjölgi sífellt sem líta á tilvist hljómsveitarinnar og tónlistarinnar sem hún flytur sem sjálfsagðan hluta af daglegu lífi. Stjórn Akureyrastofu samþykkti samninginn fyrir sitt leyti og fól framkvæmdastjóra að ganga frá honum í samræmi við umræður á fundinum og vísa honum til afgreiðslu í bæjarráði.

Nýjast