Akureyri velur umhverfisvæna prentlausn fyrir sjö grunnskóla
Fjarvöktun verður á prentbúnaði og því hægt að bregðast við um leið og bilun á sér stað; skipta um vélarhluta
í prentbúnaði þegar eðlilegum notkunartíma þeirra fer að ljúka. Þá er tekið mið af notkun á pappír á
hverjum stað og einungis fyllt á þegar þess er þörf. Lausnin eykur jafnframt öryggi í meðferð gagna því með auðkenniskorti
á prentverki er hægt að koma í veg fyrir að viðkvæmar upplýsingar liggi á glámbekk. Aðgangsstýring kemur einnig í veg
fyrir sóun á pappír en almennt er talið að um 15% af útprentun fyrirtækja sé vannýtt.
Emil Einarsson framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Nýherja segir að Rent a Prent feli í sér allt að 25% lækkun á árlegum
prentkostnaði fyrirtækja og stofnana. "Það er reynsla okkar viðskiptavina og því hefur þessi lausn sannað gildi sitt til hagræðingar fyrir
þá."