Þrátt fyrir erfitt verkefni er engin uppgjafartónn í liðið Akureyrar að sögn Geirs Kristinns Aðalsteinssonar, þjálfara strákanna. „Nei strákarnir geta hreinlega ekki beðið eftir þessum leik. Það er engin uppgjafartónn í okkur og það kemur einfaldlega ekki annað til greina en að vinna þennan bikar. Ég hef sjálfur fulla trú á því að okkur takist að landa titlinum. Staðan er langt því frá að vera vonlaus og með góðum stuðningi áhorfenda er allt hægt,” sagði Geir.
Akureyri varð á dögunum deildarmeistari en FH-ingar enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Liðin hafa mæst þrívegis í vetur, tvisvar í Hafnarfirði og einu sinni á Akureyri og í öllum tilvikum hafa heimasigrar unnist. Allar líkur eru því á hörku leik á fimmtudag, aðgangur er ókeypis á leikinn og óhætt að hvetja fólk til að mæta og kvetja strákana til dáða.