Akureyri nær í Hrein Hauksson til Svíþjóðar

Hreinn Þór Hauksson í leik með Akureyri.
Hreinn Þór Hauksson í leik með Akureyri.

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að Akureyringar eru í miklum meiðslavandræðum í N1-deild karla í handbolta í upphafi móts. Lykilmenn á borð við Heimi Örn Árnason og Hörð Fannar Sigþórsson sem gegna veigamiklu hlutverki í varnarleiknum verða báðir frá í einhvern tíma.

Eftir því sem fram kemur á vefsíðunni Sport.is ætla Akureyringar því að bregða á það ráð að fljúga Hreini Þór Haukssyni, varnarjaxli með meiru, heim frá Svíþjoð í næstu tvo leiki liðsins gegn Haukum og Val.

Hreinn hefur verið búsettur í Danmörku undanfarið og mun ennþá vera í fínu formi og tilbúinn í átökin með Akureyringum í komandi leikjum í N1-deildinni.

Nýjast