Á fimmtudaginn halda strákarnir í Akureyri Handboltafélagi suður og leika við Fram á heimavelli þeirra síðarnefndu. Það er
ljóst að bæði lið munu selja sig dýrt í þessum leik enda bæði í efsta hluta N1-deildarinnar.
Þrír Akureyringar leika með Fram, þar skal fyrstan nefna skyttuna Magnús Stefánsson – frá Fagraskógi og leikstjórnandann Guðmund
Frey Hermannsson sem báðir hafa leikið með Akureyrarliðinu. Einnig leikur Halldór Jóhann Sigfússon, fyrrum leikmaður KA með Frömmurum og
verða gestirnir að hafa góðar gætur á honum þar sem Halldór er án efa einn besti leikmaðurinn sem spilar hérlendis.
Stuðningsmenn Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að koma í Framheimilið klukkan 19:30 á fimmtudaginn og halda uppi sömu Akureyrarstemmingu og hefur verið á heimaleikjum Akureyrar til þessa.