Akureyri í fyrsta sæti í erlendu veftímariti

Veftímaritið Condé Nast Traveler’s kaus Akureyri sem áfangastaður #1 "Where to Cruise in 2018: 8 Lesser-Known Ports".  Í greininni er sjónum beint að Akureyri sem áfangastað þeirra sem vilja fara í siglingu árið 2018. Bent er á gífurlegan vöxt lágjaldaflugfélaga á suðvesturhornið, fjölda ferðamanna þar og tækifærinu sem felst í að heimsækja Akureyri nú. Þetta kemur fram í tilkynnningu á vef Akureyrarbæjar.

Dregnar eru fram nokkrar áherslur svæðisins m.a. einn lengsti fjörður landsins, miðnætursólin, fjöldi viðburða, Jarðböðin við Mývatn og möguleikanum á að heimsækja Grímsey og heimskautsbauginn.

Skoða má greinina í heild sinni og þá átta staði sem valdir eru á síðu tímaritsins http://www.cntraveler.com

Nýjast